5787874

UM SAFFRAN

Veitingastaðurinn SAFFRAN opnaði formlega mánudaginn 17. mars, 2009, í Glæsibæ, Reykjavík. Þann 30. ágúst sama ár opnaði Saffran annan veitingastað á Dalvegi 4, í Kópavogi.

SAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan, framandi og ódýran mat sem kryddar sál þína og líkama. Við veljum að mestu íslenskt gæðahráefni í matinn okkar en flytjum inn okkar eigið saffran sem er það besta í heimi að okkar mati! Allt brauðmeti er bakað úr heilkorni og byggi. Einnig er boðið upp á sérhannaðar samlokur úr naan brauði, svokallaðar “naanwich”. Sérréttur staðarins er SAFFRAN kjúklingur eldaður í Tandoori ofninum – himnesk sæla.

Þann 30. ágúst 2009 opnaði SAFFRAN annan veitingastað á Dalvegi 4 í Kópavogi. Þar er boðið uppá sama ljúffenga matseðilinn. Báðir staðirnir bjóða einnig súpu dagsins, rétt vikunnar og böku vikunnar ásamt sérstökum matseðli fyrir hópa þegar pantað er fyrirfram.

Á Dalvegi er einnig staðsett veisluþjónusta SAFFRAN. Þar er hægt að panta glæsilegar, hollar, ferskar, gómsætar veislur sem henta við öll tækifæri.

Lesa meira um veisluþjónustu.

Í apríl 2011 opnaði þriðji SAFFRAN staðurinn: SAFFRAN EXPRESS í þjónustumiðstöð N1 á Ártúnshöfða. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ný útgáfa af SAFFRAN sem bíður hraðari þjónustu en sama góða SAFFRAN bragðið og gæðin. Skoða matseðil SAFFRAN EXPRESS.

Matseðill SAFFRAN veitingastaðanna inniheldur m.a.:

  • Heilsubökur (pizzur)
  • Ómótstæðilega rétti úr Tandoori ofninum
  • Naanwich – frábærar samlokur úr brauði bökuðu á staðnum
  • Salöt
  • Ævintýralega borgara

Bragðinu er ekki hægt að lýsa – því er nauðsynlegt að koma og prófa!

Skoða matseðil

Allir staðir opnir 11-22 alla daga.